Rotarykynning

Ritstjórn Fréttir

Dagana 9. og 10. maí fóru nemendur 10.bekkjar í starfskynningar sem Rótarýklúbbur Borgarness skipulagði í samstarfi við skólann. Þessar kynningar gengu vel fyrir sig voru móttökurnar mjög góðar í öllum þeim fyrirtækjum sem voru heimsótt. Eftir starfskynningarnar unnu nemendurnir svo kynningar um eitt af tveimur fyrirtækjum sem þau heimsóttu. Í framhaldi af því var þeim boðið á Rótarýfund 18.maí þar sem þau fluttu kynningarnar sýnar. Nemendurnir stóðu sig með prýði og eru hér myndir sem teknar voru á fundinum.