Vorhátíð í 1. bekk

Ritstjórn Fréttir

Vorhátíð var haldin hjá 1. bekk 18. maí í Skallagrímsgarði. Góð mæting var bæði hjá nemendum og foreldrum. Byrjað var að skipta niður í lið og farið í ratleik þar sem átti að finna spjöld með tölum á sem var búið að fela í garðinum. Næst var komið að boðhlaupi þar sem átti að hoppa í pokum, negla nagla, þræða nál ofl. Þegar þessu var lokið var boðið upp á nýbakaðar vöflur. Veðrið var gott og allir skemmtu sér vel.