Þann 25. maí fóru nemendur 1. bekkjar að Borg á Mýrum til að gróðursetja birkiplöntur. Þeir fengum glampandi sól og blíðu. Í klettunum var hrafnslaupur og nemendur sáu hrafninn í baráttu við að hrekja burtu svarbak. Nestið var borðað eftir gróðursetninguna og að lokum var kirkjugarðurinn skoðaður.