Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Skólanum verður slitið miðvikudaginn 1. júní n.k. Verða skólaslitin með hefðbundnum hætti , nemendur mæta við skólann kl. 10:00. Þaðan verður gengið að íþróttasvæðinu þar sem nemendur fara í hópa sem þeir hafa þegar valið sér. Boðið verður upp á grillaðar pylsur í Skallagrímsgarðinum. Rétt fyrir kl. 12:00 fá nemendur svo í hendur vitnisburð vetrarins og lýkur þar með skólaárinu þeirra í þetta skiptið. Niðurstöður frammistöðumats og námsframvindu í lestri þarf að nálgast í Mentor þar sem það verður ekki prentað út.
Útskrift 10. bekkinga fer svo að venju fram í hótelinu kl. 17:00.
Skólabíll fer úr Sandvíkinni kl. 9:40 og til baka kl. 12:00 frá íþróttamiðstöðinni.