Sumarlestur

Ritstjórn Fréttir

Í fjórða sinn efnir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Tímabil sumarlesturs er frá 10. júní – 10. ágúst.
Markmiðið með verkefninu sem þreytt hefur verið víða um land með góðum árangri er: Að nemendur viðhaldi og þjálfi ennfremur, þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn.
Við viljum hvetja foreldra/forráðamenn til að halda lestri að börnum sínum í sumar, að þau lesi sjálf og að lesið sé fyrir þau. Jafnframt því að bæta lestrafærni sína þá er allur lestur af hinu góða, hann eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunarafl nemenda.
Safnahúsið í Borgarnesi (sjá http://www.safnahus.is/) er vel búið bókum og starfsfólk safnsins er einstaklega liðlegt í störfum sínum. Safnið er opið í allt sumar og mun standa fyrir sumarlestri í sumar, líkt og síðasta sumar, sjá nánar hér á eftir.
Sjá nánar hérna.