Nemendafélagið – Húsráð Óðals

Ritstjórn Fréttir

Undir lok skólaársins eða á lokaballi Óðals var kosið sameiginlega í Húsráð Óðals og stjórn Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi en sú breyting var gerð í vor að þessar stjórnir eru skipaðar sömu fulltrúunum. Að auki eiga nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar fulltrúa í Húsráðinu.
Formaður Nemendafélagsins og húsráðsins 2011-2012 er Rúnar Gíslason en auk hans í stjórn eru Filippía Gautadóttir, Sif Sigurþórsdóttir og Haukur Ólafsson.
Í byrjun næsta skólaárs verða svo fulltrúar 6. og 7. bekkjar valdir til setu í stjórn nemendafélagsins.