Fundur um framhaldsnám

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 22. janúar verður kynningarfundur fyrir nemendur og foreldra um framhaldsnám að loknum grunnskóla og kynning á Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fundurinn verður í Óðali og hefst kl. 20:00 og er öllum opinn. Skólameistari Hörður Helgason mun kynna skólann, námsframboð sem er í boði og svara spurningum. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að mæta.
Um morgunin, kl. 9:30 verður skólameistari með fund fyrir nemendur 10. bekkjanna.