Frá útskrift 10. bekkinga

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 10. bekkjar voru útskrifaðir þann 3. júní s.l. við hátíðlega athöfn. Meðf. eru nokkrar myndir sem Birna Hlín umsjónarkennari tók við það tilefni.
Við útskrift er þeim nemendum veittar viðurkenningar sem bestum árangri hafa náð í námi. Það sem við leggjum til grundvallar í mati okkar í bóklegum greinum eru einkunnir nemenda og frammistaða þeirra í náminu.
Þeir nemendur sem fengu viðurkenningar í ár voru
Þorkell Már Einarsson, Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Agnar Daði Kristinsson, Linda Hrönn Jakobsdóttir, Jón Ingi Sigurðsson, Snorri Freyr Þórarinsson, Áslaug María Agnarsdóttir, Auður Ósk Sigurþórsdóttir, Jón Ingi Kjartansson og Valdís Vignisdóttir
Líkt og undan farin ár eru það félagasamtök og fyrirtæki sem gefa viðurkenningarnar. Þetta eru danska sendiráðið, Stílvopn, Lionsklúbburinn Agla, Lionsklúbbur Borgarness, Rotary klúbburinn, Kvenfélag Borgarness, Límtré Vírnet, Arion banki og Loftorka í Borgarnesi ehf. Viljum við þakka þeim öllum fyrir hlýhug í garð skólans og veittan stuðning. Að venju veitti Rotaryklúbbur Borgarness einnig verðlaun fyrir bestu kynningar á Rotaryfundi, en þar kynntu nemendur þau fyrirtæki sem heimsótt voru á starfskynningardögum í vor. Verðlaun hlutu Þorkell Már, Berglind Ýr, Hanna Björg, Hera Hlín, Kolbrún Tara og Lilja Hrönn.