Fundur um stærðfræðinám!

Ritstjórn Fréttir

Sóley Sigurþórsdóttir, fagstjóri í stærðfræði við skólann ætlar að halda fund um stærðfræðinám í nútíma samfélagi. Kynntar verða þær áherslubreytingar sem voru boðaðar með Aðalnámskrá grunnskóla 1999 og einning verður fjallað um nýja námsefnið, m.a. hvað er aðferð og hvað er rétt aðferð. Skoðaðar verða helstu breytingar, hvers vegna þær eru mikilvægar og hvert hlutverk foreldra er í stærðfræðinámi barna sinna. Sóley vonast til að sem flestir mæti og það skapist fjörlegar umræður.
Fundurinn verður miðvikudaginn 28. janúar kl 20:00 í stofum 29 og 30.