Umferðarfræðsla í 10. bekk

Ritstjórn Fréttir

10.bekkur fékk aldeilis skemmtilega heimsókn í dag. Berent Karl Hafsteinsson, forvarnarfulltrúi kom og hélt fræðandi og áhugaverðan fyrirlestur um hætturnar í umferðinni og afleiðingar þeirra. Hann lenti sjálfur í mjög alvarlegu vélhjólaslysi á Akranesi árið 1992 og slasaðist mjög illa. Enn í dag er hann að glíma við afleiðingar þess slyss, m.a. er hann með gervifót. Í raun er með ólíkindum að hann hafi sloppið lifandi úr þessu mikla slysi. T.d. braut hann næstum fjórðung beina í líkama sínum. Benni Kalli flutti mál sitt mjög skemmtilega og náði athygli okkar allra sem á hlustuðu.
Eins og sjá má á myndunum fengu nemendur að skoða gervilimi og Benni Kalli var ekki feiminn við að sýna þeim „stubbinn“ . Aldrei er of oft brýnt fyrir okkur öllum að fara varlega í umferðinni.