Göngum í skólann

Ritstjórn Fréttir

Skólinn tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla. Íslensk börn og fullorðnir sem taka þátt í verkefninu slást þar með í för með mörgum öðrum þjóðum heims, svo sem Áströlum, Brasilíumönnum, Kýpurbúum, Bretum, Írum, Nýsjálendingu, Svisslendingum og Bandaríkjamönnum. (sjá nánar http://www.gongumiskolann.is/).