Frjálsíþróttamót

Ritstjórn Fréttir

S.l þriðjudag var haldið hér á íþróttasvæðinu frjálsíþróttamót fyrir nemendur 3. – 10. bekkja samstarfsskólanna hérna á vesturlandi. Þátttaka var góð, 300 skráningar voru á mótinu en keppt var í boltakasti, spretthlaupi, kúluvarpi, langstökki og langhlaupi. Keppt var í fjórum aldursflokkum. Niðurstöður er hægt að nálgast hérna undir þessum tengli. Hilmar Már var á svæðinu og tók myndirnar sem hérna fylgja. Tókst mótið afar vel og eiga þeir sem að undirbúningi og framkvæmd komu miklar þakkis skildar.