Uppeldi til ábyrgðar, námskeið

Ritstjórn Fréttir

Uppbyggingarteymi skólans ætlar að standa fyrir námskeiði í „Uppeldi til ábyrgðar“ sem er uppeldisstefna sem skólinn starfar eftir, fyrir foreldra. Þessi hugmyndafræði nýtist heima fyrir eins og í skóla.
Námskeiðið verður haldið í skólanum þriðjudaginn 11.október, frá 18:00-21:00. Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu og boðið er upp á léttar veitingar. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að skrá sig hjá ritara.