Í ljós hefur komið að galli leyndist í skóladagatali skólans, vinnudagar kennara voru 194 en eiga að vera 193. Á fræðslunefndarfundi þann 2. febrúar var samþykkt tillaga skólastjóra sem gerir ráð fyrir því að foreldraviðtöl færist fram til fimmtudagsins 26. febrúar og 27. febrúar verði gefið vetrarfrí sem hefur það í för með sér að öll starfsemi skólans mun liggja niðri þennan dag, Skjólið með talið.