Úrslit spurningakeppni

Ritstjórn Fréttir

Þá er lokið stórskemmtilegri spurningakeppni skólans. 12 nemendur tóku þátt en þeir höfðu valist til leiks eftir forkeppni í bekkjum. Keppnin var æsispennandi, góðar og skemmtilegar spurningar sem stjórn nemendafélagsins hafði samið, spyrillinn Eiríkur Jónsson, form. íþrótta – og æskulýðsnefndar Borgarbyggðar sá um að allt gengi vel og skemmtilega fyrir sig og dómari og stigavörður, Eva Símonardóttir, hélt utan um niðurstöður. Keppnin var einstaklingskeppni og sigraði Hlöðver Hákonarson keppnina með nokkrum yfirburðum, í næstu sætum voru Bergþóra Hilmarsdóttir og Páll Einarsson, skipa þau því lið skólans í Spurningakeppni grunnskólanna sem haldin verður eftir áramót. Sandri Shabansson varð svo í fjórða sæti og er varamaður í liðinu. Keppni þessi er skemmtileg nýbreytni í skólastarfinu og verður örugglega framhald á næsta vetur. Myndin er af sigurvegurum.