Skólabúðir

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 9. bekkja dvelja þessa vikuna í skólabúðum á Laugum í Sælingsdal ásamt jafnöldrum úr samstarfsskólunum hér á Vesturlandi. Skólabúðirnar hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess í námi og starfi 9. bekkinga og hefur ávallt ríkt mikil ánægja með dvölina. Fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina þar er hér tengill á heimasíðu skólabúðanna.