9. bekkur á Laugum

Ritstjórn Fréttir

9. bekkur var í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal vikuna 17.- 21. október 2011. Með okkur voru samstarfsskólarnir hér á Vesturlandi – Grunnskóli Borgarfjarðar (Varmaland og Kleppjárnsreykir), Heiðarskóli, Reykhólar og Auðarskóli í Búðardal.
Margt skemmtilegt og nytsamlegt var gert og voru ýmis konar námskeið í boði, t.d. ræðumennska, félagsvist, gögl, spádómar, útivist, íþróttir og margt fleira. Fórum líka á Eiríksstaði og á Erpsstaði og gengum upp á Tungustapa í blíðskaparveðri. Allir tóku þátt og stóðu sig vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.
Með kveðju, 9. EHS og 9. ES