Næsta vika – annaskil

Ritstjórn Fréttir

Næsta vika er nokkuð frábrugðin öðrum vikum, nemendur eiga frí á mánudaginn en þann dag verður gengið frá námsmati og foreldraviðtöl undirbúin. Þau fara svo fram föstudaginn 11. nóv. Tímasetningar viðtalanna verða sendar heim með nemendum. Tómstundaskólinn starfar þessa daga frá kl. 8 – 16.