Gaman saman

Ritstjórn Fréttir

Í þessari viku hefur sjónum verið beint að jákvæðum samskiptum, bæði í tímum og ekki hvað síst í frímínútum. Árgangar voru paraðir saman og hafa verið að hittast. Unglingarnir hafa farið út í frímínútum og leikið við hina yngri. Eineltisteymi skólans hefur skipulagt þetta og hefur tekist vel upp. 7. og 10. bekkur hittust í gær og spiluðu félagsvist eftir hádegið. Hér eru nokkrar myndir frá því.