Hið árlega æskulýðsball var haldið í Hjálmakletti í gærkvöldi. Rétt um 300 unglingar víða af Vesturlandi og Ströndum skemmtu sér þar hið besta og var það hljómsveitin Á móti sól sem hélt uppi fjörinu. Myndirnar sem fylgja (vonandi) eru kannski ekki af bestu gæðum en sýna vonandi þann anda sem ríkti í húsinu í gærkvöldi.