Dagur ísl. tungu

Ritstjórn Fréttir

Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar hallgrímssonar, er 16. nóv. og haldinn hátíðlegur um allt land. Við verðum á aðeins öðrum nótum en undanfarin ár. Þemað er íslenskar bíómyndir og munu nemendur í 5.- 10. bekk skipta sér í hópa og horfa á íslenskar myndir og fjalla svo um þær í hópnum. Er ekki að efa að margir munu hafa gaman að þessu enda fjöldi góðra íslenskra mynda til.
Nemendur 4. bekkjar fara í heimsókn í leikskólana hérna í Borgarnesi, Klettaborg og Ugluklett og lesa fyrir börnin þar.