Meistaragráður

Ritstjórn Fréttir

Nú á rúmu ári hafa þrír starfsmenn skólans lokið M.Ed gráðu frá Háskóla Íslands. Í október 2010 útskrifaðist Sóley Sigurþórsdóttir deildarstjóri eldri deildar og nú í október útskrifuðust þau Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri og Kolfinna Njáldsóttir. Eru þeim fluttar hamingjuóskir af því tilefni. Tveir aðrir starfsmenn eru í meistaranámi eins og er, mislangt komin. Það er ánægjulegt og skólanum dýrmætt þegar starfsfólk leggur svona á sig mikla vinnu til að viðhalda og auka við starfshæfni sína.