Ljóðasýning

Ritstjórn Fréttir

Ljóðasýning 5. bekkja í héraði var opnið fimmtudaginn 17. nóvember kl. 17 í Safnahúsi Borgarfjarðar. Að loknum upphafsorðum Sævars Inga Jónssonar héraðsbókavarðar kom Ævar Þór Benediktsson leikari fram og heillaði krakkana með alls kyns tilraunum og glensi.
Að þeirri dagskrá lokinni var farið upp í anddyri bókasafnsins, þar sem búið var að hengja ljóð krakkanna upp. Í lokin fengu allir hressingu í boði Safnahúsins.
Ljóð krakkanna hér í grunnskólanum fjalla um fjölskylduna. Við sækjum okkur öryggi í faðmi fjölskyldunnar og í uppbyggingasefnunni sem við vinnum eftir er tákn öruggis hús og þess vegna settum við fjölskylduljóðin í hús eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Ljóðin verða til sýnis næstu þrjár vikurnar eða fram að 12. desember.