Raunveruleikurinn

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 10. bekkja hafa undanfarnar vikur tekið þátt í Raunveruleik Landsbannkans. Í keppni skóla varð skólinn hér í 3. sæti og í keppni bekkja varð 10 KMV í 3. sæti og 10 IMS í því fjórða. Flottur árangur og vonandi hafa nemendur haft gaman af því að takast á við verkefnin. Við óskum nemendum til hamingju með góðan árangur. Nánar á vef leiksins, www.raunveruleikurinn.is
Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur, hannaður sem fjármála- og neytendafræðsla í efsta bekk Grunnskóla. Með Raunveruleiknum eiga nemendur að fá innsýn í þær ákvarðanir sem venjulegur þjóðfélagsþegn þarf að taka á lífshlaupi sínu og hvaða tækifærum og hindrunum sem hann stendur frammi fyrir í lífunu.
Raunveruleikur er keppni og er spilaður í fjórar vikur. Þátttakendur verða að skrá sig inn alla virka daga og vinna verkefni. Meðan á leiknum stendur þurfa þátttakendur að taka fjölda ákvarðana, lesa örlög sín, fylgjast með fréttum, athuga með atvinnu og bregðast við öllu því sem á daga þeirra drífur.