Spurningakeppni grunnskólanna

Ritstjórn Fréttir

Sex skólar á Vesturlandi etja kappi í spurningarkeppni grunnskólanna þriðjudaginn 29. nóv. n.k. Keppnin hefst kl.18 og verður haldin í Hjálmakletti. Keppt er í tveimur þriggja liða riðlum og keppa sigurvegar þeirra um sæti í lokakeppni sem haldin verður eftir áramót. Lið okkar skipa þau Páll Einarsson, Hlöðver Hákonarson og Bergþóra Hilmarsdóttir. Varamaður er Sandri Shabansson.