Spurningakeppnin – úrslit

Ritstjórn Fréttir

Í gær, þriðjudag, fór fram undankeppni í Spurningakeppni grunnskóla fyrir Vesturland. Keppnin fór fram í Hjálmakletti og mættu fjögur lið til keppni. Þau voru frá Grunnskóla Snæfellsbæjar, Grundaskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar auk okkar liðs. Það var skipað þeim Páli Einarssyni, Hlöðver Hákonarsyni og Sandra Shabanssyni. Þeir stóðu sig með mikilli prýði, sigruðu tvo leiki af þremur og enduðu í 2. sæti. Sigurvegari þessarar undankeppni var Grundaskóli og keppir lið þeirra því í 8 liða úrslitum eftir áramót.