Jólasmiðjur á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Það var góð stemming á miðstiginu í morgun þegar nemendur í 4.-6. bekk voru í jólasmiðjum. Nemendurnir gátu valið um að gera jólatré, jólakörfur, jólahús, jólasveina og stjörnu-origami. Á einni stöðinni var boðið upp á söng.