Litlu jólin voru haldin með hefðbundnu sniði hér í skólanum í morgun. Nemendur mættu klukkan 9 og héldu þá hver til sinnar stofu. Þar var ýmislegt gert til skemmtunar en um hálf ellefu leytið var síðan farið í íþróttahúsið þar sem nemendur 3. og 4. bekkjar sýndu helgileik. Að því loknu sýndu nemendur 6. bekkjar nokkur létt atriði. Loks fluttu 10. bekkingar Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum á nýstárlegan hátt og sýndu dans. Loks var gengið í kringum jólatréð og jólasveinar kíktu í heimsókn.
Nú er komið jólafrí en kennsla hefst að nýju 4. janúar næstkomandi, samkvæmt stundaskrá.