Heimsókn töframanns

Ritstjórn Fréttir

Í gær fengu nemendur 1.-4. bekkjar góða heimsókn en þá kom Kristinn Gauti Gunnarsson, ungur og efnilegur töframaður af Akranesi, í heimsókn. Sýndi hann nemendum listir sýnar, þeim til mikillar ánægju. Þótti þeim hér mikil undur á ferð. Eru honum færðar þakkir fyrir komuna. Þess má geta að Kristinn Gauti er dóttursonur Mummu Lóu kennara hér við skólann.