Elín Kristjánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hefur hafið störf við skólann og er hún með viðveru á mánudögum. Nemendur geta leitað til hennar með öll þau málefni sem liggja þeim á hjarta. Námsráðgjöfin er þjónusta fyrir nemendur skólans og fer fram í trúnaði. Einnig geta foreldrar leitað til Elínar. Hægt er að panta viðtalstíma hjá Sigríði Helgu skólaritara, umsjónarkennurum eða í tölvupósti (elin@menntaborg.is)