Á miðvikudaginn 11. janúar fór fram söngkeppni nemenda í 5. – 7. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Keppnin fór fram í Félagsmiðstöðinni Óðal. Það var Snæþór Bjarki Jónson í 6. bekk sem sigraði. Í öðru sæti voru þær Ingibjörg Rósa Jónsdóttir og Hrafnhildur Tinna Ólafsdóttir úr 5. bekk og í þriðja sæti voru þær Arna Jara Jökulsdóttir, Sóley Ásta Orradóttir og Margrét Steinunn Ingadóttir einnig úr 5. bekk. Á vef nemendafélagsins er hægt að sjá myndir og myndbönd frá keppninni
Á fimmtudagskvöldið 12. janúar fór fram söngkeppni nemenda í 8. – 10. bekk og fór hún líka fram í Óðali. Það var Unnur Helga Vífilsdóttir í 8. bekk sem bar sigur að hólmi. Í öðru sæti var Hanna Ágústa Olgeirsdóttir í 10. bekk og í þriðja sæti var Kristín Birta Ólafsdóttir í 8. bekk. Hægt er að sjá myndir og myndbönd frá söngkeppnunum hér á vefnum.