Niðurstöður eineltiskönnunar

Ritstjórn Fréttir

Eineltiskönnun var lögð fyrir nemendur 5. – 10. bekkjar í lok janúar og byrjun febrúar. Samkvæmt eineltisáætlun skólans á að leggja slíkar kannanir fyrir annað hvert ár. Þegar nemendur eru spurðir hve oft þeir hafa verið hrekktir, þeim strítt eða verið lagðir í einelti síðustu 6 mánuðina kemur í ljós að 8,1% nemenda 6. – 10. bekkjar telja sig hafa orðið fyrir slíku áreiti. Til samanburðar má nefna að 13,1% nemenda töldu sig hafa orðið fyrir slíku áreiti 2002, 12% árið 2000 og 11,5% árið 1997.
Gott er til þess að vita að okkur virðist miða áfram í vinnu á eineltismálum nemenda. Það eru ýmsar skýringar á lægri prósentu nú, t.d. aukin frímínútnavakt, eineltisteymi var stofnað við skólann í haust sem er kennurum til halds og trausts að vinna úr eineltismálum, frímínútur skarast ofl.
Mín skoðun er sú að það sé ekki viðunandi niðurstaða fyrr en samskipti nemenda séu það góð að enginn nemandi er lagður í einelti. Til að svo megi verða þurfum við öll í skólasamfélaginu að leggjast á eitt til að bæta og efla samskipti nemenda. Höfum það hugfast að við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar og börn og unglingar læra af því sem þau sjá og heyra í okkar samskiptum.
Niðurstöður könnunarinnar er hægt að nálgst HÉR.