Slæm veðurspá

Ritstjórn Fréttir

Ef veðurspá gengur eftir í nótt og í fyrramálið má búast við vonskuveðri og slæmri færð í fyrramálið. Því má búast við að einhver, jafnvel veruleg, röskun verði á skólastarfi. Því er áréttað að það er á valdi forráðamanna að ákveða hvort börn eru send í skólann, en skólahaldi er aldrei aflýst. Eins má reikna með að mikið álag verði á símakerfi og því er bent á að senda má tilkynningar um forföll í tölvupósti, hvort heldur sem er á skólastjóra, kristgis@grunnborg.is eða ritara, sigga@grunnborg.is . En vonandi verður minna úr veðri en látið er í veðri vaka.