2. bekkur og bíllinn

Ritstjórn Fréttir

Síðustu vikur höfum við í 2. bekk verið að vinna þemaverkefnið Komdu og skoðaðu bílinn. Bókin var lesin, síðan voru umræður og unnin verkefni. Þá var stöðvavinna þar sem nemendur fengu að vinna fjölbreytt verkefni s.s. að hanna bíla úr verðlausu efni , að búa til og leika með bílabraut, að teikna gamla bíla, að hanna bíla úr legókubbum , að teikna bíla á striga og sauma eftir útlínum og svo var hægt að vinna ýmis verkefni í tölvum.
Við fórum líka í heimsókn á bílaverkstæðið Bílabæ en þar gátu nemendur fengið að sjá starfsmenn við vinnu sína og skoðað sig um.
Nokkrar námsgreinarnar samþættust í þessari vinnu eins og íslenska, samfélagsfræði, stærðfræði, upplýsingamennt og list- og verkgreinar.
Hér getið þið sé myndir af þessu skemmtilega verkefni. Einnig eru nokkrar myndir frá náttfata- og dótadeginum.