Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Fulltrúar skólans tóku þátt í Skólahreystií íþróttahúsinu í Austubergi í gær. Fulltrúar skólans í ár voru þau Gunnar Árni og Sólveig úr 10. bekk og Hrund og Máni úr 9. bekk. Varamenn voru þau Ólafur og Soffía úr 10. bekk. Anna Dóra sá um undirbúning og umsjón með keppendum . Fulltrúar okkar stóðu sig vel og enduðu í 5. sæti. En það var Grunnskóli Húnaþings vestra sem sigraði Vesturlandsriðilinn og fer því sem fulltrúi Vesturlands á úrslitakeppnina. Stór hópur nemenda skólans fór með rútu til að hvetja keppendur. Nánarari upplýsingar og myndir má sjá á vefsíðunni: skolahreysti.is