Upplestrarkeppni í 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Í gær var upplestrarkeppni 7. bekkja haldin í Óðali. Nemendur stóðu sig afar vel og var ekki auðvelt fyrir dómarana að skera úr um efstu sætin. Í hléi buðu forráðamenn svo viðstöddum upp á veitingar.Sigurvegari varð Alexandrea Rán Hervigsdóttir, í 2. sæti varð Þorgeir Þorsteinsson, í 3. sæti Guðrún Gróa Sigurðardóttir og í 4. sæti Baldur Freyr Bernhardsson. Lokakeppni samstarfsskólanna fer svo fram í grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 26. mars n.k.