Hafragrautur á morgnana

Ritstjórn Fréttir

Þessa vikuna, frá mánudegi til fimmtudags, er öllum nemendum skólans boðið í hafragraut á morgnana. Er þetta í tilefni þess að þema árshátíðarinnar þann 22. mars er hreyfing og hollusta og við vitum það að hafragrautur er bæði góður og hollur. Þetta er skemmtileg nýbreytni í skólastarfinu og var ekki annað að sjá og heyra á nemendum í morgun en þeim félli þetta vel í geð. Vonandi styttist í það að okkur verði sköpuð aðstaða til að gera þetta á hverjum morgni. Teknar voru nokkrar myndir af vettvangi í morgun.