Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk grunnskólans 2003 – 2004 var haldin í 8. skipti. Í þetta sinn var lokahátíðin á Vesturlandi haldin í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi. Keppendur voru 11 frá fimm skólum. Lokahátíðin tókst mjög vel og voru keppendur sínum skólum til sóma. Það má segja að allir keppendur séu sigurvegarar þó svo að þremur þeirra hafi verið veitt sérstök verðlaun. Það eru nefnilega ekki allir sem geta staðið einir og óstuddir og lesið ljóð eða sögur.
Sigurvegarinn í ár kom frá Laugagerðisskóla en þátttakendur frá Borgarnesi voru: Tinna Kristín Finnbogadóttir, Rakel Erna Skarphéðinsdóttir og Salóme Konráðsdóttir og þökkum við þeim fyrir frábæra frammistöðu.