Grunnskólinn í Borgarnesi hélt árshátíð sína í Hjálmakletti s.l. fimmtudag eins og kunnugt er. Auglýstar voru tvær sýningar og var aðsókn mjög góð að þeim báðum, raunar fullt hús á fyrri sýningunni. Þetta er í fjórða sinn sem árshátíð skólans er haldin á þessum stað. Þema hátíðarinnar núna var „hollusta og hreyfing“ og var það gegnumgangandi í öllum atriðum. Allir árgangar skólans voru með atriði og tókust þau öll frábærlega vel. Eiga kennarar, nemendur og aðrir starfsmenn miklar þakkir skildar fyrir mikla vinnu sem svo vel skilaði sér. Myndir frá hátíðinni munu birtast hérna á síðunni mjög fljótlega.