Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fyrir samstarfsskólana á Vesturlandi fór fram í glæsilegu húsnæði grunnskólans í Hvalfjarðarsveit í dag, mánudag. Til lokakeppninnar komu fulltrúar frá Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Laugargerðisskóla, grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og héðan úr Borgarnesi, alls 12 keppendur. Var hátíðin öll hin hátíðlegasta undir styrkri stjórn heimamanna. Við sendum þrjá keppendur og fóru leikar svo að Alexandrea Rán Hervigsdóttir 7. HSG stóð uppi sem sugurvegari. Er henni óskað til hamingju með frábæran árangur. Þess má alveg geta að þetta er þriðja árið í röð sem nemandi skólans ber sigur úr bítum. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri.