Fyrir viku tóku 15 nemendur úr 8. – 10. bekk þátt í stærðfræðikeppni fyrir grunnskóla í Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Úrslit verða kynnt laugardaginn 14. apríl n.k. og er boðið þangað 10 efstu úr hverjum bekk. Grunnskólinn í Borgarnesi á tvo fulltrúa í 8. bekk, tvo í 9. bekk og hvorki meira né minna en fimm í 10. bekk. Flottur árangur hjá okkar fólki, til hamingju með það.