Úrslit í stærðfræðikeppni FVA

Ritstjórn Fréttir

Í dag var samkoma í FVA þangað sem boðið var 10 efstu þátttakendum, ásamt forráðamönnum, úr hverjum árgangi sem þátt tóku í stærðfræðikeppninni þann 23. mars s.l. Grunnskólinn í Borgarnesi átti tvo fulltrúa í 8. og 9. bekk og hvorki fleiri né færri en fimm úr 10. bekk. Ester Alda Hrafnhildardóttir í 9. bekk varð í 2. sæti í 9. bekk og í 10. bekk voru jöfn í 1. sæti þau Filippía Gautadóttir og Valur Örn Vífilsson. Þessir nemendur hlutu peningaverðlaun sem gefin voru af Norðurál en það fyrirtæki bauð einnig upp á veitingar að verðlaunaafhendingu lokinni. Frábær árangur hjá þessum nemendum öllum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru af þessu tilefni.