Í gær, 24. apríl fór 1. bekkur í vorferð. Margir foreldrar tóku sér frí og fóru með. Farið var að Háafelli til að skoða húsdýrin, einkum geiturnar. Jóhanna geitabóndi tók vel á móti hópnum. Byrjað var að borða nesti úti á túni hjá nokkrum geitum sem þáðu vel afganga af brauði. Þá var farið í geitahúsin. Það voru fæddir nokkuð margir kiðlingar sem skemmtilegt var að skoða og leika við. Rúsínan í pylsuendanum var fæðing lítillar huðnu sem fékk nafnið ,,Marta.“
Frá Háafelli var haldið að Varmalandi þar sem 1. bekkur tók á móti hópnum og bauð í hádegismat. Það var vel þegið því það gerir mann svangan að stússa í geitum. Á eftir matinn sýndu nemendur í Varmalandsskóla leiksvæði í skógi rétt við skólann. Þar er sannkallað ævintýraland, með kofum, stigum, rólum og klifurköðlum.
Bestu þakkir til Jóhönnu á Háafelli, kennara og nemenda í 1. Bekk Varmalandsskóla, matráðsins og Ingu skólastjóra, fyrir frábærar móttökur.