Vorskólinn

Ritstjórn Fréttir

Í vikunni sem leið, þriðjudag til fimmtudags, voru verðandi nemendur 1. bekkjar næsta skólaárs hér í skólanum við leik og störf. Verðandi umsjónarkennarar þeirra kenndu með aðstoð starfsmanna leikskólans. Nemendur mættu að morgni og voru hér fram undir hádegi. Hópurinn er nokkuð stór að þessu sinni eða 34 nemendur. Var gaman að sjá lifandi áhuga þeirra á því sem bíður þeirra á næstu árum. Örfáar myndir voru teknar fyrsta daginn.