Aðalfundur

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi boðar til aðalfundar þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00
í náttúrufræðistofu skólans.
Dagskrá
a) Skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu ári.
b) Lagðir fram reikningar félagsins.
c) Lagabreytingar.
d) Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára og tveggja í varastjórn.
Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri verður með kynningu á hugmynd um uppstokkun á bekkjum á þriggja ára fresti.
Foreldrafélagið hvetur alla foreldra til að mæta sem og aðra sem hafa áhuga á skólastarfi í Borgarnesi.
Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi.