Heimsókn í 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Þann 7. maí síðastliðinn kom áströlsk fjölskylda í heimsókn til okkar í 5. bekk. Chris pabbinn er slökkviliðsmaður, Susie mamman er flugumferðarstjóri og Darcy Mcgovatt er 7 ára strákur. Guðbjörg mamma Sigurðar í bekknum okkar fór á alheimsskátamót í ástralíu 15 ára gömul. Þar kynntist Guðbjörg Susie og fékk að gista hjá henni áður en hún fór á mótið. Susie fékk upplýsingar hjá skátunum á Íslandi um hana Guðbjörgu og datt í hug að heimsækja hana. Darcy, Chris og Susie sögðu okkur t.d. frá því að sumar í Ástralíu er í mánuðunum desember til febrúar, en núna er haust hjá þeim þegar það er vor hjá okkur. Þau sögðu okkur m.a. að í vaskinum og klósettinu hjá þeim snýst hringbunan klukkuhringinn en öfugt hjá okkur. Í smáhluta af Ástralíu búa breiðnefir eða eins og þeir eru kallaðir í Ástralíu
Platypus. Áður en þau fóru gáfu þau okkur smá gjöf sem var lítill kóalabjörn, þeir einkenna Ástalíu og þeir lifa á laufum af Ecualyptus eða gúmmítrjám og komast í vímu og sofna. Það var mjög gaman að fá þessa heimsókn og fræðast um Ástralíu.
Jóhanna Lilja Gautadóttir 5. bekk