Vinir Zippys

Ritstjórn Fréttir

9. maí s.l. útskrifuðust nemendur af Vinir Zippýs námskeiði sem er hluti af lífsleikninámi. En lykilatriði í námsefninu fellst í því að nemendum er kennt að átta sig á ýmsum tilfinningum sem með þeim hrærast og þeir læra að tala um líðan sína við aðra. Einnig er mikilvægt að bera virðingu fyrir öðrum, að tileinka sér hjálpsemi ásamt því að geta sett sig í spor annarra. Kennsla á þessu efni hefur staðið yfir í 12 vikur, tvær kennslustundir í hverri viku.
Farið var á Bjössaróló, þar léku nemendur sér í dágóða stund í blíðskaparveðri, allir fengu síðan ávexti og vatn að drekka. Að lokum fengu allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í námskeiðinu.