Vorhátíð 1.-3. bekkja

Ritstjórn Fréttir

Hefð er orðin fyrir því að nemendur og kennarar 1.-3. bekkja skólans haldi vorhátíð í Skallagrímsgarði. Var hún haldin í dag, fimmtudag, í hádeginu. Fjöldi forráðamanna og annarra gesta kom og fylgdist með nemendum flytja atriði sín af sviðinu. Hátíðin tókst afar vel og var frammistaða nemendanna frábær og öllum til sóma. Elstu nemendur leikskólanna voru meðal áhorfenda svona til að undirbúa sig fyrir næsta vor. Kolfinna Njálsdóttir tók fjölda mynda en nokkrar þeirra eru birtar hérna.