Starfskynning 10. bekkinga

Ritstjórn Fréttir

Löng hefð er orðin fyrir því að nemendur 10. bekkjar fari í starfskynningu hér um sveitir og nágrenni í nánu samstarfi við Rotaryklúbbinn hérna í Borgarnesi. Nemendur eru í tvo daga í hinum ýmsu fyrirtækjum, vinna og kynna sér starfsemi þeirra. Síðan mæta þeir á Rotaryfund ásamt umsjónarkennurum og kynna það í máli og myndum sem þeir hafa upplifað. Rotarymenn eru höfðingjar heim að sækja og eru þetta afar skemmtilegir fundir. Þeir veita svo verðlaun fyrir þrjú bestu verkefnin við skólaslit. Fundurinn var s.l fimmtudag og þangað mættu umsjónarkennarar ásamt nemendum og voru nokkrar myndir teknar við þetta tækifæri. Skólinn þakkar Rotarymönnum fyrir móttökurnar og samstarfið í vor.