Vorferð 4. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Nú er tími vorferða, ekki hvað síst í þeirri blíðu sem ríkt hefur undanfarna daga. 4. bekkur var á ferðinni hér í Borgarnesi á dögunum og lýsir einn nemandinn, Marinó Þór Pálmason henni svo:
Ég vaknaði kl. 07:30. Ég hjólaði í skólann kl. 08:00. Ég sá að allur bekkurinn kom á hjólum, meira að segja kennarinn. Kl. 8:20 var tónlist og leiklist. Við fórum í leiki og sungum. KL. 9:00 fórum við af stað. Við byrjuðum á því að hjóla í Dalhallann. Í gamla daga hét Dalhallinn Skallagrímsdalur, húsið sem er þar hét Dalur. Síðan hjóluðum við á Hlíðartún þar voru tóftir og heil gömul torf fjárhús. Þarna var líka gamall brunnur. Í nestinu sat Júíana ofan á brunninum. Eftir nesti hjóluðum við upp í Borgarneskrikju, þar sagði Þorbjörn Hlynur okkur hvað hlutirnir heita í kirkjunni. Við signdum okkur og fórum með Faðir vorið. Eftir að við vorum búin að kveðja Jesú, Guð og Þorbjörn Hlyn hjóluðum við niður í Englendingavík. Þar hittum við Finn Torfa og Hilmar Má. Finnur Torfi sagði okkur reglurnar sem gilda í Litlu Brákarey: bannað að hafa hátt og bannað að hreyfa sig hratt. Allir komust út í Litlu Brákarey. þar var fullt af æðarfuglum og tjöldum og nokkrum mávum. Finnur vildi ekki að mávarnir verptu í Litlu Brákarey. Finnur sagði okkur að fyrir 2-3 árum var tófa í eyjunni. Þar er fullt af músarholum. Eftir að Finnur Torfi var búinn að skola stígvélin okkar hjóluðum við í Skalló þar voru þrír foreldrar og grilluðu pylsur. Berghildur kom með Lubba hvolpinn sinn. Hann var voða sætur. Síðan fórum við í eina krónu. Eftir leikinn fórum við í sund. Það var ROSALEGA gaman. Nú ert þú búin að lesa um vorferð 4. bekkjar um Borgarnes.
Höfundur: Marinó Þór Pálmason